Nemendur á öðru ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands halda sýninguna ‘Hönnun fyrir annan heim’ í Norræna húsinu fimmtudaginn 8. dsember klukkan 17:00 - 20:00.
 
Á sýningunni frumsýna nemendur stuttmynd sem þeir hafa unnið út frá rannsóknum sínum yfir önnina í áfanganum Vísindi og Menning. Einnig sýna nemendur skáldskapaða hönnunarmuni eða „fictional artifacts“, búninga og annað sem notast var við í stuttmyndinni.
Framandi tækni, hröð þróun og nýir straumar leyfa okkur að setja lifnaðarhætti okkar og framtíð í ímyndað samhengi. Margar spurningar kvikna í þessum síbreytilega heimi. Ef orka er tekin sem dæmi tengjum við flest hana við rafmagn sem framleiðir hita og ljós. Orka er auðlind fengin meðal annars úr ám sem renna í gegnum virkjanir og er framleidd þar með hátækni. Það er auðlind sem er endanleg og þarf að fara vel með. Hvað er orka, hvernig skilgreinum við hana og hvernig verður hún notuð í framtíðinni? Getur orka mögulega tengt okkur betur við jörðina, við dýr eða við yfirnáttúruleg fyrirbæri ?
 
Eftir rannsóknarvinnu og aðstoð frá utanaðkomandi fagaðilum á ýmsum sviðum geta nemendur nú ímyndað sér og búið til heim sem byggist á núverandi straumum og tækni og sett það í framtíðarlegt samhengi. Hvernig framtíð viljum við og hvaða þætti er mikilvægt að einblína á?
 
Nemendur hafa unnið að verulega fjölbreyttum og spennandi verkefnum sem vekja upp spurningar er varða ný byggingarefni, ósýnilega orku, dýr, náttúruna og loftlagskvíða. Skáldskapaðir hlutir hafa verið hannaðir sem gætu átt við í framtíðinni og ljós þeirra fær að skína í stuttmynd nemenda.
Fljótandi veitingar og snarl verður í boði á meðan birgðir endast og við tökum vel á móti ykkur.
Okkur hlakkar rosalega mikið til!
 
Nemendur eru:
Elvar Þorri Örvarsson
Erla Sverrisdóttir
Felicia Tjus
Hekla Dís Pálsdóttir
Kristrún Hulda Sigurðardóttir
Lotte Wigman
Melkorka Milla Stefánsdóttir
Ragna Brekkan
Ríkey Magnúsdóttir
Roosa Harju
Svava Þorsteinsdóttir
Þórunn Harpa Garðarsdóttir
 
Kennari: Elín Margot
 
Gestakennarar: Arnhildur Pálmadóttir, Gudrun Havsteen-Mikkelsen og Lee Lorenzo Lynch