Félag heimspekikennara stendur í samvinnu við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands fyrir námskeiði um heimspeki í skólastarfi undir leiðsögn Isabelle Millon, þar sem þátttakendur þjálfast í heimspeki­legri samræðu og samræðustjórnun.
 
HVAR: LHÍ, Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík
 
HVENÆR: fimmtudaginn 17. nóvember 2022, kl. 15-18,
föstudaginn 18. nóvember 2022, kl. 15-18
laugardaginn 19. nóvember 2022, kl. 9-12
 
VERÐ:  kr. 15.000 (greiða verður þátttökugjald að fullu fyrirfram, ath. að mörg stéttarfélög endurgreiða kostnað)
 
Isabelle Millon er leiðbeinandi námskeiðsins. Hún er franskur heimspekingur sem sérhæfir sig í heimspeki fyrir börn og vinnur að framþróun heimspeki í menntakerfinu. Hún er í forsvari fyrir stofnun kennda við heimspekiiðkun: Institute of Philosophical Practice, í París, Frakklandi. Hún hefur stundað rannsóknir og skrifað bækur fyrir unglinga og fullorðna. Í rúma tvo áratugi hefur Isabelle haldið vinnustofur og málþing um gagnrýna hugsun sem heimspekiiðkun, í Frakklandi og fjölmörgum öðrum löndum.
 
Isabelle Millon lýsir námskeiðinu á eftirfarandi hátt:
Á þessu námskeiði mun ég bjóða þátttakendum að taka þátt í hugsunarferli með ólíkum æfingum sem gerir þeim kleift að taka þátt í samræðum. Þátttakendur geta lært að vera móttækilegir fyrir hugsunum annarra auk þess að átta sig á að eigin orðanotkun hefur merkingu, fyrir þá sjálfa sem og aðra.Hugsunarferlið er tvíþætt. Annars vegar skiptir máli að vinna í sjálfum sér: að vera þolinmóður, hlusta, ná fjarlægð frá sjálfum sér, bera virðingu fyrir því sem aðrir leggja til málanna og að taka ábyrgð á eigin orðanotkun. Hins vegar þarf að þróa hæfileika sína á hugræna sviðinu: að rannsaka merkingu orða, koma auga á vandamál, leggja til rökstudd svör, leggja mat á hlutina, koma með dæmi, að þjálfa gagnrýna hugsun. En heimspekiiðkun felst fyrst og fremst í þeirri ánægjulegu upplifun að hugsa og að njóta frelsisins sem í því felst.
 
 
 
SKRÁNING:
Greiðið gjaldið inn á reikning Félags heimspekikennara: 140-26-000584 kt. 671296-3549
og sendið skráningarpóst á heimspekikennarar [at] gmail.com
 
isabelle_millon-heimspeki_i_skolastarfi.jpeg