Mínískúlptúrsmiðja 
 

Smiðjur í gerð skúlptúra í anda Gerðar Helgadóttur í tilefni af Háskóladeginum á Akureyrir 2022.
 
Smiðjan stendur frá kl. 13.30-15. 6 sæti á hverjum tíma en mælum með að fólk komi og skoði.
 
Brynhildur Kristinsdóttir, hollnemi leiðir.
 
 
gerdur_5.jpg
 
Gerður Helgadóttir (1928–1975) var brautryðjandi í íslenskri höggmyndalist. Hún notaði gjarnan óhlutbundið myndmál. Í verkin sín notaði hún til dæmis járn, stálþræði og koparbúta. Hún var ekki síður leitandi að efnum til tjáningar, meiningu og tilgangi. Gerður var listamaður sem setti sterkan svip á samtíma sinn.
 
Í þessum smiðjum vinnum við með efni eins og trékubba, karton, límband og grillpinna til að móta litla skúlptúra í anda Gerðar Helgadóttur. Það eru margar leiðir til að útfæra þetta verkefni og áhugavert að hver finni sína leið.
 

 

Nánar:
Þetta verkefni er hugsað fyrir alla aldurshópa, fullorðna og börn. Lögð er áhersla á eftirfarandi þætti:
 
  • Að móta verk í þrívítt form 
  • Að sýna frumkvæði og þor
  • Að gera tilraunir í verkefninu 
  • Að geta valið og beitt viðeigandi aðferðum og tækni
  • Að geta gert grein fyrir helstu hugtökum sem tengjast viðfangsefninu 
 
bryn_1.jpeg
 

 

Brynhildur Kristinsdóttir (f.1965) nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Eftir útskrift úr myndmótunardeild 1989 fór Brynhildur til Ítalíu þar sem hún vann með myndhöggvurum en síðan lá leið hennar í Iðnskólann í Reykjavik þar sem hún lærði húsgagnasmíði en árið 2011 lauk hún kennaranámi frá Háskólanum á Akureyri.  

Brynhildur lauk meistaranámi í listkennslufræðum frá Listaháskóla Íslands 2022. Auk þess að starfa við eigin myndsköpun hefur hún kennt myndlist og átt í samstarfi við ýmsa listamenn, gert leikmynd og búninga fyrir gjörninga og dans. Brynhildur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Hún starfar nú á Akureyri sem athafnasamur kennari og myndlistarmaður.