Háskóladagurinn er árlegur viðburður sem allir háskólar á íslandi standa saman að. Á þessum degi er hægt að kynna sér allt námsframboð á háskólastigi á Íslandi. 

Listaháskólinn mun kynna allt sitt námsframboð í Laugarnesinu, Laugarnesvegi 91. Þar verður meðal annars hægt að kynna sér verk í vinnslu, ræða við nemendur og kennara, fletta inntökumöppum og fá leiðsögn um húsnæðið í Laugarnesi. Sviðslistadeild flutti í Laugarnesið haustið 2018 og síðan þá hafa fjölmörg ný rými verið tekin í notkun sem gaman verður að sýna gestum á Háskóladaginn. 

Háskóladagurinn er 2. mars frá kl. 12 til 16. 

Við tökum fagnandi á móti ykkur!