Velkomin í LHÍ á Háskóladaginn!

 

Háskóladagurinn fer fram 3. mars næst komandi kl. 12-16. Þá mun Listaháskólinn kynna allt sitt námsframboð í Laugarnesinu. 

Inntökumöppur nemenda verða til sýnis þennan dag, nemendur og kennarar taka á móti áhugasömum umsækjendum, fyrirlestrar verða allan daginn í fyrirlestrasalnum. 

 

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. 

RAUÐA TORG
Tónlistardagskrá tónlistardeildar

12:30 Endurreisnartónlist í flutningi Camerata LHÍ undir stjórn Sigurðar Halldórssonar 

13:10 Úr píanósvítu Béla Bartók. Ásthildur Ákadóttir.

13:30 Zusammen eftir Jennifer Walshe. Hópur undir stjórn Berglindar Maríu Tómasdóttur.

14:10 Sönglög eftir Jórunni Viðar og Jón Ásgeirsson. Snæfríður María Björnsdóttir.

14:30 Simone & Misty Mountains. Tónlistarkonan Mill. 

15:45 Tónlist fyrir upprétt píanó og klið eftir tónsmíðanemendur LHÍ.

 

LEIÐSAGNIR

13:00 Leiðsögn um verkstæðin og nemendastúdíó

14:00 Meistaranám í myndlist: Leiðsögn um stúdíó með fagstjóra

14:30 Meistaranám í hönnun: leiðsögn um sýningarrýmið

15:00 Leiðsögn um verkstæðin og nemendastúdó

 

SMIÐJA

Meistaranemar í listkennslu verða með leirlistasmiðju þar sem fólki gefst tækifæri á að leira kórónur úr jarðleir

 

LÍSULAND

Nemendur á sviðshöfundabraut

MEÐ SKAPANDI HUGSUN BREYTUM VIÐ

Örfyrirlestrar í fyrirlestrarsal á Háskóladag

12:00  “Möguleikar skiptináms í gegnum Listaháskólann”.

12:20 Og hvað svo? Gréta Kristín Ómarsdóttir, útskrifaður sviðshöfundur segir lífi eftir útskrift.

12:30 „Af hverju öskra mennirnir svona“. Aðlögun klassíska tónlistarmannsins að þungarokksheiminum. Gunnar Ben, fagstjóri skapandi tónlistarmiðlunar.

12:40 Alexander Roberts, fagstjóri meistaranáms í sviðslistum spjallar við Satu Herrala og Manoils Tsipolis, gestakennara við námsbrautina.

13:00 Eygló Margrét Lárusdóttir, fatahönnuður, segir frá lífinu eftir útskrift úr LHÍ.

13:10 Garðar Eyjólfsson, fagstjóri meistaranáms í hönnunar.

13:30 Sigrún Inga Hrólfsdóttir, deildarforseti myndlistardeildar.

13:50 Una Þorleifsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir ræða samsköpun og samstarf í tengslum við verkið Tímaþjófinn.

14:10 „Næst er það tunglskinssónatan og svo framvegis.“ Frá sendibréfum til kórverks. Atli Ingólfsson, prófessor við tónlistardeild LHÍ..

14:20 Myndlæsi. Ingimar Ólafsson Waage.

14:50 Agnes Ársælsdóttir og Þorsteinn Eyfjörð, nemendur í myndlistardeild.

15:10 „Tónlist handan tónlistar“. Berglind María Tómasdóttir, dósent við tónlistardeild LHÍ.

15: 20 Hönnunardeild- Erlend samstarfsverkefni  

15: 40 Myndlæsi. Ingimar Ólafsson Waage.

 

Kynntu þér námsbrautir til BA og MA náms við LHÍ:

Allt nám við LHÍ