Happyhour listahátíðin “Happyhour Fest” verður haldin fimmtudaginn 24. mars á milli 17 og 19 á börunum Lemmy (Austurstræti 20) & Skuggabaldri (Pósthússtræti 9) í miðborg Reykjavíkur. Fjórar sýningar eru á hátíðinni sem er nú haldin í fyrsta sinn og verða þær allar aðgengilegar í Happyhour gallery vefritsins artzine.is (sjá slóðir á viðburðina hér að neðan) frá og með kl. 17 á opnunardaginn.

Hátíðin er samstarfsverkefni Artzine vefrits og námskeiðsins Sýningagerð & sýningastjórnun í myndlistardeild LHÍ. Sýningarnar eru hugverk nemenda á tveimur háskólastigum í Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands sem sækja námskeiðið en þar er lögð áhersla á veflæga og venslaða sýningagerð.

Sýningarnar eru afsprengi samvinnu og tilrauna með blandað sýningaform. Í þeim er vefurinn kannaður ekki einungis sem tæki til að endurgera sýningar úr raunheimum, heldur einnig sem vettvangur samleitinna sýningaaðferða í hraðri breytingu; nýrra leiða í sýningagerð, skapandi samvinnu, rannsóknum, samræðum og tjáningu.  

Sýningarstjórnarnir eru ellefu og listamennirnir fjórir. Viðfangsefnin snerta landslag og líkama, hvernig listin sameinast tækninni og sýndarveruleiki hefur áhrif á skynjun og sjálfsmynd. Samtímis er fengist við plöntulíf, þrívíða prentun, flokkun í miðla og félagsskordýr af ættbálki æðvængja.

Sýningarnar eru: 
Ásgerður Arnardóttir: Út frá einu og yfir í annað 

Sýningarstjórar: Klara Malin Þorsteinsdóttir, Lilja María Tómasdóttir, Thora Karlsdóttir

Skuggabaldur, Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík 

Beint streymi: https://artzine.is/ut-fra-einu-og-yfir-i-annad/

//

Louane Lelu-Ribaimont: It is probably just a question of provoking the loud encounter, 

Sýningarstjórar: Díana Gylfadóttir, Louane Lelu-Ribaimont

Lemmy, Austurstræti 20, 101 Reykjavík 

Beint streymi: artzine.is/it-is-probably-just-a-question-of-provoking-the-loud-encounter/

//

Ásgerður Birna Björnsdóttir: Tumble-humble-weed

Sýningarstjórar: Megan Auður, Neele Marie Denker,

Katrín Helga Guðmundsdóttir, Mirra Elísabet Valdísardóttir

at Lemmy, Austurstræti 20, 101 Reykjavík 

Beint streymi artzine.is/tumble-humble-weed/

//

Vitalii Shupliak: The ants

Sýningarstjórar: Weronika Balcerak, Freyja Hafþórsdóttir

Lemmy, Austurstræti 20, 101 Reykjavík Beint streymi: artzine.is/the-ants/

Hátíðin er þróuð á námskeiðinu Sýningagerð & sýningastjórnun í myndistardeild LHÍ undir handleiðslu Hönnu Styrmisdóttur, prófessors í sýningagerð og Helgu Óskarsdóttur, stofnanda og ritstjóra artzine. Gestir á námskeiðinu voru Daría Sól Andrews, sýningarstjóri, Ragnar Már Nikulásson, listamaður, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, prófessor, og Krist Gruijthuijsen,forstöðumaður og Anna Gritz, sýningarstjóri hjá KW í Berlín

Mynd: Neele Marie Denker