Hróðmar I. Sigurbjörnsson - Af hverju hljómfræði?
24.nóvember kl. 12:45 í Dynjanda

Hróðmar I. Sigurbjörnsson heldur fyrirlestur um kennslu tónfræðagreina í tónlistardeild Listaháskólans, föstudaginn 24. nóvember kl. 12:45-13:45.
Í fyrirlestrinum mun hann kynna námsefni í hljómfræði á háskólastigi sem lýtur að tónlist barokk-, klassíska og rómantíska tímabilsins á árunum 1700-1850. Námsefnið hefur verið keyrt í tónfræðanámskeiðum skólans síðastliðin þrjú ár í samvinnu við Elínu Gunnlaugsdóttur og Gísla Magnússon.

hrodmar_i._sigurbjornsson.jpg

Hróðmar I. Sigurbjörnsson

Hróðmar I. Sigurbjörnsson lauk prófi í tónsmíðum frá Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1984 þar sem tónsmíðakennarar hans voru Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heimir Sveinsson. Hann stundaði framhaldsnám í tónsmíðum hjá hollenska tónskáldinu Joep Straesser við Konservatoríið í Utrecht í Hollandi frá 1984 til 1988.
Frá haustinu 1988 hefur hann unnið sem tónskáld og kennari í tónsmíðum og tónfræðum, þ.á.m. í tónlistardeild LHÍ frá árinu 2003.
Hróðmar hefur samið verk fyrir einleikshljóðfæri, ýmsar kammersamsetningar, kóra, hljómsveitarverk, konserta og óperur auk tónlistar fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir.