Hádegisfyrirlestur tónlistardeilda LHÍ
í beinu streymi föstudaginn 26.mars kl.12:45

Arndís Björk Ásgeirsdóttir fjallar um rússneska píanóskólann

outlook-rqmdrmmd.png
 

Þegar kalda stríði stóð sem hæst á sjötta áratug síðustu aldar, voru vísindi og listir í forgrunni sem keppnisíþróttir stórveldanna tveggja Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Sovétmenn sendu fyrsta gervihnöttinn Spútnik á sporbraut útí geim í september árið 1957 og fyrsta ómannaða geimfarið Spútnik 2 með tíkinni Laiku innanborðs sama ár. Fyrsta alþjóðlega Tchaikovsky píanókeppnin er haldin ári síðar og það kemur öllum á óvart að það er ungur Bandaríkjamaður sem sigrar í keppninni. Hvernig mátti það vera? Í fyrirlestrinum er farið yfir sögu rússneska píanóskólans, sem rekur rætur sínar að rekja allt til upphafsára 19. aldar. Leiknar eru hljóðritanir með verkum forvígismanna skólans, m.a. Sergej Rachmaninov, Sviatoslav Richter og Theodore Leschetizky. 
 

Arndís Björk Ásgeirsdóttir

Arndís Björk Ásgeirsdóttir útskrifaðist úr píanókennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og lauk einnig burtfararprófi frá sama skóla og stundaði síðar framhaldsnám í píanóleik hjá Prof. Peter Toperczer í Prag í tvö ár. Hún kenndi um langt skeið við Nýja Tónlistarskólann og hefur jafnframt starfað sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu frá árinu 1997, þar sem hún hefur lagt áherslu á tónlistartengt efni.