thumbnail_image.jpg
 
Í tilefni af evrópska "Early-Music" deginum halda Camerata og Kór tónlistardeildar LHÍ tónleika í Breiðholtskirkju, Þangbakka 5, 109 Reykjavík, laugardaginn 21. mars kl. 14.00. 
Tónleikarnir eru í samstarfi við 15:15 tónleikasyrpuna. Aðgangur er ókeypis.
Á efnisskránni verða mótettur eftir Tallis og Palestrina, madrigalar eftir Arcadelt, Vecchi, Ravenscroft og Monteverdi og kaflar úr óperunni Orfeo eftir Monteverdi. Stjórnandi er Sigurður Halldórsson.