Gleym-mér-ei streymistónleikar
24.febrúar kl 12:15
Beint streymi má nálgast hér.

 

Söngnemendur tónlistardeildar LHÍ hafa staðið að hádegistónleikum á miðvikudögum síðustu misseri en tónleikaröðin stendur yfir í um 7 vikur í senn. Nú er komið að öðrum tónleikum Gleym-mér-ei þetta vormisserið en í ljósi aðstæðna verða þeir í beinu streymi á vef skólans live.lhi.is Streymi hefst kl. 12:15 og meðleikari er Eva Þyri Hilmarsdóttir.
 
Að þessu sinni munu þær Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir og Elín Bryndís Snorradóttir flytja verk eftir Claude Debussy, Ernest Chausson, Anton Webern og Wolfgang Amadeus Mozart.
Allir tónleikar Gleym-mér-ei raðarinnar eru aðgengilegir á streymisvef skólans.