Gleym-mér-ei, hádegistónleikaröð söngbrautar LHÍ, hefur göngu sína á ný miðvikudaginn 30. janúar 2019. Tónleikaröðin, sem fer fram á Kjarvalsstöðum, er haldin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur.

Ást, náttúra, feminismi og kynusli eru á meðal stefja á tónleikunum en hver konsert fléttast í kringum ákveðið þema. Á fyrstu tónleikunum, 30. janúar, verður tónlist Wolfgangs Amadeusar Mozarts í öndvegi í tilefni nýliðins afmælis tónskáldsins sem var fætt 27. janúar 1756 í Salzburg. 

Allir tónleikarnir hefjast klukkan 12:15 á miðvikudögum. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Efnisskrá 30. janúar:
W. A. Mozart / Emanuel Schikander: „Ach, ich fühls“, aría Paminu úr Töfraflautunni
- Íris Björk Gunnarsdóttir 
 
W. A. Mozart / Pietro Metastasio: „S'altro che lacrime“, aría Servillu úr La Clemenza di Tito
- Vera Hjördís Matsdóttir
 
W. A. Mozart / Emanuel Schikaneder: Dúett Papagenu og Papagenos úr Töfraflautunni
- Eirik Waldeland og Alexandria Scout Parks 
 
W. A. Mozart / Lorenzo Da Ponte: „In uomini, in soldati“, aría Despinu úr Cosi van Tutte 
- Solveig Óskarsdóttir
 
W. A. Mozart: „Et incarnatus est“ úr Messu í c-moll
- Sandra Lind Þorsteinsdóttir
 
W. A. Mozart / Emanuel Schikaneder: „O zittre nicht, mein lieber Sohn“, aría Næturdrottningarinnar úr Töfraflautunni
- Harpa Ósk Björnsdóttir
 
W. A. Mozart / Giambattista Varesco: „Il padre adorato“ úr Idomeneo 
- Una María Bergmann
 
W. A. Mozart / Lorenzo Da Ponte: „Deh vieni, non tardar“, aría Súsönnu úr Brúðkaupi Fígarós
- Eliška Helikarová 
 

Tónleikaröðin Gleym-mér-ei:

  • 30. janúar: Afmæli Amadeusar. Tónlist eftir Mozart
  • 6. febrúar: Náttúrulega. Náttúrutónlist úr öllum áttum
  • 13. febrúar: Heilagur Valentínus og alls konar ástarljóð
  • 20. febrúar: Lög heimsins. Þjóðlagaskotnir tónleikar
  • 27. febrúar: Áfram stelpur. Tónlist eftir feminíska frumkvöðla
  • 6. mars: Hetjusópranar og lýrískir bassar. Kynusli í óperuheiminum
  • 13. mars: Góða veislu gjöra skal
  • 20. mars: Tónlist eftir Edvard Grieg á Grieg-hátíð

Hlekkur á viðburð á FB