Gleym-mér-ei tónleikar í Hafnarhúsinu
miðvikudaginn 24.mars kl.12:15

Söngnemendur tónlistardeildar LHÍ hafa staðið að hádegistónleikum á miðvikudögum síðustu misseri en tónleikaröðin stendur yfir í um 7 vikur í senn. Gleym-mér-ei er samstarfsverkefni tónlistardeildar LHÍ og Listasafns Reykjavíkur. Athygli er vakin á breyttir staðsetningu tónleikaraðarinnar sem nú fer fram í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.

Fram koma:

Anna Keil
Pétur Ernir Svavarsson
Salný Vala Óskarsdótir

Meðleikari er Matthildur Anna Gísladóttir