Opnun á sýningu nemenda á 3. ári í Grafískri hönnun ber heitið glas_og_glow verður 3. mars í Gallerí Gröf.
Veggspjaldasýningin er innblástur sem nemendur fengu frá ferð sinni til Glasgow síðasta nóvember þegar farið var á International Assambly Glasgow poster competition. Á sýningunni sem stendur yfir til 13. mars verða plakötin til sölu í takmörkuðu magni.
Nemendur sem halda þessa sýningu eru Bjarmi Bergþórsson, Guðrún Sara Örnólfsdóttir, Óðinn Páll og Völundur Hafstað ásamt Adam Flint, fagstjóra í grafískri hönnun.
Sjáið nánari upplýsingar á viðburðasíðu