From One Image to the Next
Matt Wolff - Hönnuður

Matt Wolff heldur opinn fyrirlestur í hönnunardeild miðvikudaginn 26. október næst komandi klukkan 16:30 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og öll eru hjartanlega velkomin.
 
Matt Wolff er hönnuður, búsettur í New York. Hann vinnur með listamönnum og stofnunum að fjölbreyttum útgáfuverkefnum, dreifingaraðferðum, stafrænum forritum og sýningagerð. Árið 2022 stofnaði hann Imprint Current Publications ásamt Nilas Andersen. Hann hefur unnið með hönnuðum á borð við Ayham Ghraowi og listakonunni Hito Steyerl að innsetningu verka hennar í Serpentine Galleries í London og Centre Pompido. Að auki hefur hann hannað og þróað prentefni og stafrænt efni fyrir Carolee Schneeman Foundation, the Queens Museum, Byron Kim og Every Ocean Hughes, ásamt fleirum. Matt hlaut meistaragráðu í grafískri hönnun frá Yale School of Art árið 2018.
 
„Ein mynd á sér alltaf stað milli tveggja annarra: þeirrar myndar sem kom á undan og hinnar sem kemur á eftir. Hönnun, fyrir mér, er skipulagt ferli þess að fara frá einu í annað: næsta orð, næstu setningu, næstu mynd, næstu blaðsíðu... Með fyrirlestrinum verður farið yfir nokkuð af mínum nýjustu verkum, ferlið sem liggur að baki þeirra, og hvað gæti komið til með að gerast í kjölfar þeirra.“ - Matt Wolff
 
 
wolff-bio-photo-.jpeg