A Trickle of Water on a Volcano
Hádegisfyrirlestur

Gustavo Sagorsky er ljósmyndari, listamaður og kennari. Hann heimsækir hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands með styrk frá Erasmus+ og mun halda fyrirlestur þriðjudaginn 3. september næstkomandi klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A.   
 
Sagorsky er fæddur í Argentínu en lifir nú og starfar í Jerúsalem og kennir við ljósmyndadeild Bezalel Academy of Arts. Sagorsky hefur haldið yfir fimmtán einkasýningar með verkum sínum, en hann hefur sömuleiðis haldið námskeið hjá alþjóðlegum stofnunum á borð við Corcoran School of Art í Washington, Glasgow School of Art, Uarts í Fíladelfíu, Ecole de Beux Art í París, Villa Arson í Nice og fleirum.
 
Í fyrirlestri sínum mun Sagorsky ræða ljósmyndun sem verkfæri til að tengjast og vinna með raunveruleika hversdagslífsins, bæði í umhverfi fjölskyldunnar og utan hennar.
 
Fyrirlesturinn verður á ensku, öll velkomin.