Figuration Art and Fashion
 
Cédric Rivrain heldur fyrirlestur við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans þriðjudaginn 4. febrúar klukkan 12:15.
Rivrain er franskur listamaður, málari, teiknari og fatahönnuður sem býr í París. Rivrain vinnur sem stendur sem hönnuður og teiknari fyrir Martine Sitbon, Hermés og Christian Dior undir leiðsögn John Galiano. 
Cédric Rivrain varð fyrst þekktur fyrir viðkvæmar og melankólískar teikningar sínar sem birtust í miðlum á borð við Dazed and Confused, Purple og Document og hafa teikningar hans sömuleiðis verið prentaðar í Vogue Paris.
 
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og öll eruð þið velkomin!