Antonía Bergþórsdóttir, leirkerasmiður og rekstarstjóri FLÆÐI heldur opinn fyrirlestur í hönnunardeild Listaháskólans miðvikudaginn 01. febrúar næst komandi klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11.
 
Þar talar hún um aðferðafræði, feril hennar og ferli jarðefna. Hún nýtir þekktar aðferðir við að sækja leir, verka hann og möguleika aðfundna efna í sinni listsköpun. Antonía rekur rætur sínar austur á Berunes í Berufirði þar sem hún varðveitti miklum tíma ein sem barn í náttúrunni. Uppúr því kviknaði forvitni á því sem leynist í hólum og hæðum og nýtir hún þessa barnslegu forvitni í listsköpun sinni í dag.
Hún segir frá möguleikum þess að notast við efni úr nærumhverfinu og hvernig hægt er að enduruppgötva umhverfið með því að sækja leir og önnur jarðefni. Hún stuðlar að sjálfbærni í listsköpun og skoðar samtal efnanna með fjölbreyttum aðferðum. Markmið hennar er að miðla þverfaglegum upplýsingum með kennslu og leitar í náttúruna fyrir innblástur.
 
Antonía Bergþórsdóttir (1995) er leirkerasmiður, stofnandi FLÆÐI listgallerí, Smiðjan keramikvinnustofu í Hafnarhúsinu og skapar myndlist undir nafninu Augnablikin með Íris Maríu Leifsdóttur. Hún sótti nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík við Leirkerasmíði og útskrifaðist sumarið 2020. Í starfsnámi í Frakklandi 2019 lærði hún gipsmótagerð og hönnun. Hefur hún haldið fjölda einkasýninga, samsýninga, námskeiða og viðburða hérlendis sem og erlendis.