Portography, Library of Water
Abel Szalontai

Abel Szalontai er ljósmyndari og forseti miðlunardeildarinnar í MOME listaháskólanum (Moholy-Nagy University of Art and Design) í Búdapest. Abel mun halda fyrirlestur um rannsóknir sínar þriðjudaginn 14. janúar klukkan 12:15 í Listaháskóla Íslands, Þverholti 11.
Abel Szalontai útskrifaðist árið 1998 úr grafískri hönnun (e. visual communication) frá MOME. Hann hóf feril sinn í sem sjálfstætt starfandi ljósmyndari fyrir ýmis tímarit. Árið 2003 hóf hann störf við MOME, fyrst sem umsjónarmaður ljósmyndavers og síðar sem kennari við Ljósmyndadeild skólans. Þá gerðist hann deildarforseti Miðlunardeildar (e. Media Institute) árið 2014. Abel lauk doktorsnámi árið 2013 en doktorsrannsókn hans fjallaði um skörun vitsmunalegra rýma sem einkennast af sjónrænum endurtekningum.
 
Eftir útskrift breytti hann um stefnu í ljósmyndun sinni og fór að einblína á hafnir og staði þar sem komur og brottfarir eiga sér stað samtímis. Á þeim stöðum getur kerfið sem notað er til að hafa yfirsýn auðveldlega verið túlkað í landfræðilegu, efnahagslegu og menningarlegu samhengi í tengslum við þau fyrirbæri sem Abel myndar. Abel vinnur mikið með huglæga og efnislega möguleika þessara staða og miðar að því að skapa reglu í katóísku umhverfi hindrana og hinna raunverulegu tálma, ásamt því að raungera víðáttu sjóndeildarhringsins.
 
Fyrirlesturinn er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands, hann verður á ensku og eruð þið öll velkomin.
 
Eftir fyrirlesturinn opnar sýning á ljósmyndabókum á bókasafni Listaháskóla Íslands:
Bókasafn Listaháskóla Íslands stillir upp ljósmyndabókum safnsins í tilefni Ljósmyndahátíðar Íslands 2020.
Sýningin opnar klukkan 13:00 þriðjudaginn 14. janúar í framhaldi af fyrirlestri Abel Szalontai og verður heitt á könnunni fyrir gesti. Bækurnar verða til sýnis til 16. janúar.
Bókasafn Listaháskóla Íslands er öllum opið, hlökkum til að sjá ykkur á bókasafni Listaháskóla Íslands, 6. hæð, Þverholti 11 eftir fyrirlesturinn