Einkasýning Ævars Uggasinar GÁTT opnar 5. október kl. 17:00 í Kubbnum, Laugarnesi. Sýningin er einnig opin laugardaginn 7. október og sunnudaginn 8. október kl.14:00 - 17:00.
 
Í gátt
milli stafs og hurðar,
hérs og þars,
innra og ytri
Gátt
fyrir ljósleka
flæði
fortíðar framtíðar
Gáttin teiknar
ramman og bilið
gáttin lekur.
Hún teiknar sig inní
togstreituna
hikið
hugleiðinguna
og gegnumbrotið
 
plaggat_final_gatt_aevar_uggason.jpg
Sýningin er partur af einkasýningaröð BA nemenda á þriðja ári í myndlist sem fara fram á tímabilinu 28. september - 16. nóvember 2023.
Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Kennarar Hekla Dögg Jónsdóttir og Sindri Leifsson.
 
Nánari upplýsingar um einkasýningaröðina má finna HÉR.
Viðburðurinn á Facebook.