Laugardaginn 9. september kl. 15:00 opnar sýningin Garður í Kamesinu, 5. hæð Borgarbókasafnins, menningarhúsi Grófinni.
 
 
Garður er ljósmyndasería þar sem leitast er við að fanga dulúð plantna með tilliti til og burtséð frá hlutverki þeirra í hönnun almenningsgarðs.
 
Margslungnar línur og litir gróðursins búa yfir máli sem er aðeins skilið að vissu marki, en e.t.v. skilur sá hluti hugarins sem ekki verður skilinn tungumálið þó. Hér er hægt að lesa nánar um sýninguna. 
 
Elín Helena Evertsdóttir er nemandi í Listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Hún lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla íslands 2001 og MA námi í myndlist frá The Glasgow School of Art 2005.
 
Hún vinnur með ýmsa miðla og í verkum hennar er oft unnið með hugmyndir um skynjun, umbreytingu, tilfinningar og hið óvenjulega í hinu venjulega. Elín Helena hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum.  
 
Sýningin Garður er opin á opnunartíma bókasafnins frá 9. september til 27. september 2017. Öll velkomin.