KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR

 

Í tilefni nýútkominnar bókar um hönnunarferil og verk Kristínar Þorkelsdóttur mun annar höfunda bókarinnar og hönnuðir, Birna Geirfinnsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson, segja frá verkinu og grafískri nálgun við hönnun bókarinnar. Kristín mun segja frá samstarfinu við höfundana, Birnu og Bryndísi Björgvinsdóttur.

Kristín var heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlaunanna árið 2020 en hún hóf feril sinn sem grafískur hönnuður árið 1956. Hún rak og átti eina stærstu og mikilsvirtustu auglýsingastofu landsins í áratugi. Óhætt er að segja að eftir hana liggi stórt safn þjóðþekktra verka sem birst hafa allt í senn á umbúðum, bókum, peningaseðlum, skjám og skiltum.

Bókin verður á sérstöku tilboðsverði fyrir nemendur og starfsfólk Listaháskólans og mun Kristín árita hana fyrir áhugasama.

Birna er bókahönnuður og dósent í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Hún á og rekur Studio Studio ásamt Arnari Frey Guðmundssyni.

Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal A, Þverholti 11, og hefst klukkan 12:15