FUTURE PRACTICE of design and architecture – Fyrirlestur og umræður

Miðvikudaginn þann 31. maí gefst einstakt tækifæri til að hlýða á arkitektinn, sýningarstjórann og höfundinn Rory Hyde, sem fjallar um nýjar forsendur og aðferðir í síbreytilegum heimi hönnunar og arkitektúrs. Um er að ræða fyrirlestur og umræður undir heitinu FUTURE PRACTICE of design and architecture sem fara fram í Norræna húsinu kl. 20:00-21:30.

Sérstaklega verður fjallað um breyttar áherslur í menntun hönnuða sem svara nýjum áskorunum, kröfum og tækifærum á starfsvettvangi hönnuða. Rory miðlar af dýrmætri reynslu en hann hefur unnið með viðfangsefnið frá ótal hliðum, m.a. sem háskólakennari, höfundur, sýningarstjóri við Victoria and Albert Museum í London og sem arkitekt á mörgum af virtustu arkitektastofum heims. Eftir fyrirlestur Rory Hyde verður boðið upp á umræður. Viðburðurinn fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Viðburðurinn er skipulagður af Listaháskóla Íslands og Norræna húsinu í tilefni af opnun sýningarinnar Borgarveran, sem er aðalsýning ársins í Norræna húsinu.

Nánar um Rory Hyde á www.roryhyde.com. Sjá einnig kynningu hér að neðan.

Facebook viðburður

------