Fyrirlestraröð er haldin á hverri önn í myndlistardeild Listaháskóla Íslands og er opin þvert á deildir og utan skólans.
Í fimm fyrirlestrum á önninni munu sérfræðingar á vettvangi myndlistar og sýningagerðar fjalla um eigin rannsóknir, tilraunir, listsköpun, getgátuhönnun, aðgerðasinnaða og/eða inngildandi praktík og samvinnu.
Dagskrá fyrirlestraraðar hefst föstudaginn 8. september og lýkur föstudaginn 8. desember. Fyrirlestrar fara fram í fyrirlestrasal í Laugarnesi. Ítarlegra upplýsinga um hvern fyrirlestur er að vænta en áhugasöm eru beðin að hafa eftirfarandi dagsetningar í huga: 
 
Föstudagur 29. september, 13:00-14:00
Egill Sæbjörnsson, myndlistarmaður.  
 
Föstudagur 20. október, 13:00-14:000
Hye Joung Park, myndlistarkona og aðjúnkt í listkennsludeild LHÍ. 
 
Föstudagur 17. nóvember, 13:00-14:00
Vikram Pradhan, ljósmyndari, myndlistarmaður og getgátuhönnuður. 
 
Föstudagur 8. december, 13:00-14:00
Hekla Dögg Jónsdóttir, myndlistarkona, stofnmeðlimur Kling & Bang og fyrrum prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands (2012-2022). 
 
Skipuleggjendur fyrirlestraraðar 2023 eru:
Carl Boutard, dósent og fagstjóri, BA myndlist
Hanna Styrmisdóttir, prófessor, MA sýningagerð