Þann 29. janúar kl.16:00-17:30 verður haldin málstofa sem ber yfirskriftina Mín framtíð – Hvernig geta nemendur og hollnemar aukið hæfni sína og getu til að efla starfsþróun og starfsmöguleika í framtíðinni? Málstofan verður haldin í stofu 401 í Þverholti 11, 4.hæð. Kalle Klockars fagstjóri í hönnun frá HDK í Gautaborg stýrir málstofunni. Hann hefur umtalsverða reynslu bæði í kennslu og starfi sínu sem hönnuður, listrænn stjórnandi og ráðgjafi.  Kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja efla og auka möguleika sína og starfshæfni í skapandi greinum.  Málstofan fer fram á ensku.