Við bjóðum allt áhugasamt fólk velkomið á fjarkynningu miðvikudaginn 3.maí, kl. 12.15-12.45.

Kynningin verður á Teams þar sem Hanna Styrmisdóttir svarar spurningum um meistaranám í Sýningagerð. 
Hér er hægt að fara inn á viðburðinn. 

Í meistaranámi í Sýnigagerð munt þú tilheyra listrænu og vitsmunalegu samfélagi sem lítur á sýningagerð sem valkost í sérhæfingu innan fagheims myndlistar og sem vettvang er hvetur til nýstárlegra leiða til skilgreina sýningagerð og listsköpun á okkar tímum. Námsleiðin er kennd í samstarfi við menningarstofnanir og opinberann vettvang á Íslandi sem og í alþjóðlegu samhengi, með samstarfsverkefnum og námsskiptum við listaháskóla erlendis. Sem nemanda gefst þér færi á vinna við hlið myndlistarfólks við þróa verkefni og eiga í gagnrýnni samræðu sem dregur fram sameiginleg sjónarmið sem og ólíka þætti þessara tveggja greina í hinum margbrotna heimi samtímalistar 


Mynd: Frá sýningunni Undirljómi í Listasafni Reykjanesbæjar 2023. Sýningarstjórar fyrsta ár meistaranemar í sýningagerð Daria Testoedova, Elise Bergonzi og Hannah Zander. Á myndinni sjást verk Claudiu Hausfeld, Claire Paugam og Hye Joung Park. Ljósmynd: Vigfús Birgisson. 

Microsoft Teams meeting
Join on your computer, mobile app or room device

Meeting ID: 388 528 931 450
Passcode: gCSNqY

Download Teams | Join on the web