Fjallað um rismikinn móbergsstapa sunnan Langjökuls. Við örkuðum upp óljósan snarbrattan slóðann og ýttum undan okkur fleiri tonnum af jörð. Þegar litið var til baka mátti sjá örmjóa rák í fjallinu liðast tugi metra niður. Á því augnabliki var spurt „eru ekki allir með símann á sér?“

Verið velkomin á opnun á sýningunni Fjallað um hjá 3. árs nemendum í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands.

OPNUN föstudaginn 23. nóvember kl. 17-20.