Nemendur á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands opna sýningu föstudaginn 27. október frá 17:00-19:00 sem ber heitið Fest Fest.

 

Á námskeiðinu Upplýsingahönnun undir leiðsögn Adam Flints, fagstjóra grafískrar hönnunar, hafa nemendur unnið í hópum við að þróa og leggja til nýjar hátíðar fyrir Reykjavíkurborg. Farið var í ákveðna rannsóknarvinnu þar sem þau skoðuðu þær hátíðir sem nú þegar eru hjá borginni og meta út frá því hverju hægt væri að bæta við.
Nemendur þurftu að þróa vörumerkið, gera aðgengilegar vefsíður ásamt öðrum tillögum. 

Sýningin fer fram á Pallinum í matsal Listaháskólans við Þverholt 11, gengið er inn um aðalinngang skólans og þaðan beint áfram inn í gegnum matsalinn á fyrstu hæð.   

Öll velkomin.