Uppfært 3.01.2022
 
Vegna fjölda smita og sóttvarnaraðgerða til að spyrna við Covid19 hefur sú ákvörðun verið tekin að fella niður fyrirhugaðan útskriftarviðburð nemenda í listkennsludeild LHÍ, sem átti að fara fram 8. janúar næstkomandi.
 
Útskriftarnemar sem áttu að kynna verkefni sín núna á laugardaginn taka þátt í útskriftarviðburði vorannar sem stefnt er að halda laugardaginn 14. maí. 
 
Deildinni þykir þetta ákaflega miður en í ljósi aðstæðna eru þetta nauðsynlegar aðgerðir.

LAUGARDAGUR 8. JANÚAR
Borgarbókasafnið / Menningarhús Gerðubergi

 
Meistaranemar og verðandi kennarar frá listkennsludeild LHÍ kynna lokaverkefni sín á útskriftarviðburði sem samanstendur af fjölbreyttum erindum og smiðju.
Viðburðurinn er hluti af útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands.
Dagskrá er öllum opin.
 
Dagskrá
 
 
11.30-12.00
Hús opnar
 
12.00-12.30   
Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir
„Það er úlfur fyrir aftan þig!“ Hvernig getur sagnalist hjálpað mér að staðsetja mig sem kennara og aukið áhuga og vellíðan í starfi?
 
12.30-13.00
Elsa María Blöndal
Leikur að núvitund: Um gagnsemi núvitundarspila í leik og þroska leikskólabarna.
 
13.00-13.30
Brynhildur Kristinsdóttir
Að vaxa í gegnum skapandi ferli: Hvernig getur skapandi nám og samþætting námsgreina glætt áhuga nemanda á umhverfi og stuðlað að auknum sjálfsskilningi og vexti?
 
13.30-14.00    
Hlé
 
14.00-15.00     
Listasmiðjur í gerð miniatúra og handbrúða
Smiðjan byggist á grundvallaratriðum sjónlista þar sem unnið er með tvívítt og þrívítt form, liti, áferð, ljós og skugga. Fyrir börn á öllum aldri. 
Brynhildur Kristinsdóttir
Nánari upplýsingar um smiðju hér.