EVENT(ually) 

 
Nemendur á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands bjóða til sýningarinnar EVENT(ually) föstudaginn 28. október 16:00 – 19:00 í kjallaranum, Þverholti 11.  
 
Um sýninguna:
Í þessum upplýsingahönnunaráfanga voru nemendur beðnir um að búa til nýjar hátíðir fyrir Reykjavíkurborg. Eftir að hafa hannað útlit fyrir hátíðarnar færðu hóparnir sig yfir í að hanna upplýsingar á mismunandi miðlum: á vefsíðu, auglýsingaherferð og tímabundinn vegvísi sem inniheldur skilti og kort fyrir hátíðarnar. Þó að verkefnið sé útópískt í grunninn þá sýna þessar vandlega unnu hátíðir okkur snefil af því sem gæti orðið í framtíðinni.
EVENT(ually) er sýning sem segir okkur hvað gæti gerst í Reykjavík. Eventually
 
 
Nemendur:
Alexandra Sól Anderson
Anna Líf Ólafsdóttir
Aþena Elíasdóttir
Brynja Sigurðardóttir
Einar Már Baldvinsson
Emilía Bjarkar Jónsdóttir
Erlingur Thoroddsen
Guðný Sif Gunnarsdóttir
Heiðrún Elva Björnsdóttir
Karel Tjörvi Ránarson Reina
Karl Viðar Pétursson
Kelechi Anna Hafstað
Pétur Þór Karlsson
Rósmarý Hjartardóttir
Sif Svavarsdóttir
Sindri Freyr Bjarnason
Sunna Þórðardóttir
Þyrí Imsland
 
Kennari:
Adam Flint