Útskriftartónleikar Ernu Ómarsdóttur frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands fara fram þriðjudaginn 22. maí klukkan 20 í Salnum í Kópavogi. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir

Erna Ómarsdóttir hóf nám á horn við Tónlistarskólann í Hafnarfirði undir handleiðslu Stefáns Ómars Jakobssonar og Emils Friðfinnssonar. Árið 2008 hóf hún nám við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún lærði hjá Joseph Ognibene. Ári síðar hélt hún til Lundúna þar sem hún stundaði leiklistarnám við Rose Bruford háskólann. Eftir heimkomu lá leið Ernu aftur í Tónlistarskólann í Reykjavík þaðan sem hún lauk framhaldsprófi vorið 2014. Sama haust hóf hún svo nám við Listaháskóla Íslans undir handleiðslu Emils Friðfinnsonar og Stefáns Jóns Bernharðssonar.

Erna hefur sótt marga einkatíma og masterklassa, bæði innanlands og erlendis, m.a. hjá Thomas Hauschild, Markus Maskuniitty, Frank Lloyd, Arkadij Shilkloper, Zdeněk Divoký, Jiří Havlík, Jindrich Petrás og Nimrod Ron.

Þá hefur Erna leikið með ýmsum hljómsveitum á borð við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins auk fjölda kammersveita og smærri hópa.

Efnisskrá:

  • W. A. Mozart: Hornkvintett í Es-dúr 
  • Carl Nielsen: Canto Serioso
  • Richard Strauss: Stef og tilbrigði op. 13 
  • Herbert Hriberschek Ágústsson: Andante
  • Josef Gabriel Rheinberger: Hornsónata 

Meðleikarar á tónleikunum:

Aladár Rácz, píanó
Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir, fiðla
Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, víóla
Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló

Ljósmynd af Ernu: Leifur WIlberg