Þarinn kynnir, í samstarfi við nemendur á öðru ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, „Emocean, aðgát skal höfð í nærværu sjávar.“

Sýningin verður opin föstudaginn 24. september næst komandi klukkan 17:00 - 19:00 í byggingu Listaháskólans við Þverholt 11.
 
Á sýningunni leikur þarinn aðalhlutverkið, en undanfarnar þrjár vikur hafa nemendur unnið að því að gefa sjávarþara tólin til að hreyfa sig, gefa frá sér hljóð og taka á sig ný form.
 
Þar má skoða verk sem nemendur hafa unnið innan verkefnis sem ber nafnið „Emotional Material“ eða tilfinningaefni, sem í þessu tilfelli er þarinn.
 
Verkefnið er hluti af námskeiðinu Hugmyndir og tækni sem er kynning á svokölluðu „maker culture“ en tilgangur námskeiðisins er að dýpka skilning og hæfni vöruhönnunarnemenda á hönnun og framleiðslu við upphaf annars árs.
 
Námskeiðið gefur nemendum tækifæri til að nýta sér einfalda rafeindatækni og forritun samhliða annarri tækni til að skapa skapa einfaldar pródótýpur af litlum vélum.
 
Kennarar:
Hreinn Bernharðsson
Samuel Thornton Rees
Þórður Hans Baldursson
 
Með sérstakri aðstoð frá:
Arngrímur Guðmundsson
 
Þátttakendur:
Ásgerður Ólafsdóttir
Guðrún Kolbeinsdóttir
Hlynur Arnarsson
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Kamilla Henriau
Laura Ajola
Logi Pedro Stefánsson
Svala Grímsdóttir
Thijs Hendrik Fisser
Valgerður Birna Jónsdóttir