Í námskeiðinu vinna nemendur að einstaklingsverkefni undir handleiðslu leiðbeinenda og tekur viðfangsefni og form verkefnisins mið af áhugasviði og áherslun nemanda innan sviðslista. Lögð er áhersla á frumsköpun og frumkvæði nemenda, einstaklingsbundna sýn og nálgun. Nemendur byrja að þróa áfram eigið höfundaverk, skilgreina eigin aðferðir og ferli sem og að staðsetja sig í samhengi við sviðslista senuna. Nemendur leiða listrænt starf og nýta til þess þá þekkingu sem þau hafa tileinkað sér í náminu til þessa. Námskeiðinu lýkur með lifandi flutningi á verkefnum nemenda frammi fyrir áhorfendum.
 
Leiðbeinendur: Anna María Tómasdóttir og Kristín Eysteinsdóttir
 
einstaklingsverkefni_2.ars_svidshofunda_2023.png
 

Hlekkir á sýningarnar

Strákarnir okkar
Anna Kristín
 
Fölblár
Benjamín Kristján Jónsson
 
 
Motion kaptur
Egill Gauti Sigurjónsson
 
Söngleikurinn Grease
Elínborg Una Einarsdóttir
 
Svar við bréfi Petru
Gígja Hilmarsdóttir
 
Vaknaðu, Ísland!
Inga Óskarsdóttir
 
Tíu ár af Skellibjöllum
Katrín Lóa Hafsteinsdóttir
 
FYLGJA
María Jóngerð Gunnlaugsdóttir
 
 
Sýningar fara fram í húsnæði Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík. Stofum L142, L143, L220 og L223.
Nánari upplýsingar um viðburðina má finna á Facebook síðu sviðslistadeildar og tix.is