Rammagerð Skúlpanna
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Sýning Vilhjálms Yngva Hjálmarssonar ,,Rammagerð Skúlpanna" opnar í Kubbnum þann 14.október kl.17:00.

Velkomin í Rammagerð Skúlpanna, hér æfa Skúlparnir á hljómborð. Þeir hafa takmarkaða hreyfigetu og ná því einungis að spila einn hljóm í einu. Þið sem eruð í heimsókn megið því endilega aðstoða þá að skipta um hljóma. Skúlparnir eru með þrjá putta og þið þurfið einfaldlega að lyfta puttunum þeirra upp og setja þá niður aftur til að velja nýjan hljóm. Best er að tryggja öryggi Skúlpanna með því að fá vin með ykkur í verkefnið. Skúlparnir vilja fyrst og fremst góða stemmingu og náttúrlega lýsingu. Þeir vita þó að það er ekki alltaf hægt því það er aðeins farið að dimma þessa dagana svo þeir sætta sig alveg við flúórs-ljósin. Skúlparnir vilja öllum vel þannig að við skulum öll passa upp á okkar vini.

Röð einkasýninga myndlistarnema á BA stigi

Á tímabilinu 30. september - 2. desember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.
Á hverjum fimmtudegi opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð.

Facebook viðburður Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist