Einkasýning tvíeykisins Töru og Sillu opnar fimmtudaginn 14. nóvember kl. 17:00 – 19:00 í kubbnum og naflanum, Laugarnesvegi 91.

Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

OÚBA: Orðsendirörtúba
Fjúff skýst inn og fer þrjá hringi, snýst á hliðina, tekur langa hægri beygju sem leiðir niður í vinstri beygju, niður, niður. Þegar niður er búið tekur við snögg buna upp á við. Hring eftir hring snýst fjúff 19 sinnum. Áfram, meiri snúningur, eltir línuna og út um opið inn í annað.
 
Vonandi berst þetta frá mér til þín. Vonandi berst þetta frá þér til mín. 
 
Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.
Á hverjum fimmtudegi frá 3. október - 21. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum.