Skæri, blað, steinn
Silja Jónsdóttir

 
Sýning Silju ,,Skæri, blað, steinn"  opnar í Naflanum þann 28. október kl. 17:00
 
Blöðin hafa legið svona samanbrotin í á að giska 30 ár. Henni entist ekki ævin til að teikna á þau öll.  Blöðin voru uppi á háalofti og steinarnir úti, á hillu sem var hengd utan á bílskúrinn. Þeir fóru aldrei inn í hús, hvað þá upp á háaloft til blaðanna, nema kannski ef hún hafði málað eitthvað á þá.
 
Mér fannst alltaf svo órökrétt að blaðið ynni steininn en ég held að ég sé farin að skilja það núna. Mér fannst líka ótrúlegt að blöð væru búin til úr trjám og kannski finnst mér það ennþá. Steinninn situr í kjöltu blaðsins og blaðið hittir forföður sinn, tréð. Þau takast í hendur. Skærin renna í gegnum blöðin  án fyrirstöðu, en láta steininn ekki ná sér. Blaðið er alveg hætt að hugsa um að kremja steininn þótt það viti að það geti það
 
silja_banner2.jpeg
 
 
Röð einkasýninga myndlistarnema á BA stigi
Á tímabilinu 30. september - 2. desember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.
Á hverjum fimmtudegi opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð.