Óháð tíma
Roksana Luczejko

Sýning Roksana ,,Óháð tíma"  opnar í Kubbnum þann 28. október kl. 17:00
 
Ímyndaðu þér stað þar sem tíminn ber enga merkingu, stað þar sem fortíð, nútíð og framtíð blandast saman í eitt. Víddir og heimar sem eru laus við efnisleg takmörk. Rými tæmd af reglum og væntingum, þar sem tilveran ein og sér er nóg. Kannski eru þær víddir svipaðar ástandi manns þegar hann svífur milli svefns og meðvitundar. Róandi, fljótandi tilfinning þar sem allt virðist vera einfalt, en á sama tíma eru möguleikarnir endalausir og óvæntir hlutir hljóta að gerast.
    
Þessi staður býr í verkunum sem mynda sýninguna ''Óháð tíma''. Ýmis stafræn málverk og teikningar endurspegla tilfinningar og hugarástand listamannsins. Viðfangsefnin í verkunum eru staðsett í tómarúmi; þar er ekkert tímaskyn. Það er ekkert annað til staðar á myndunum nema viðfangsefnið sjálft; engir sérstakir bakgrunnar, engir efnislegir hlutir, ekkert manngert. Ekkert nema tilfinning svífandi í tómarúmi.
 
roksana_luczejko_ohad_tima_plaggat.jpg
 
 
 
Röð einkasýninga myndlistarnema á BA stigi
Á tímabilinu 30. september - 2. desember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.
Á hverjum fimmtudegi opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð.