Einkasýning Robert Karol Zadorozny opnar fimmtudaginn 15.11.2018 kl. 17:00 – 19:00 í Naflanum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Rými

Í Rýminu er hægt að fela eða finna hluti. Rými getur verið úti í geimnum, úti í geymslu, á bílaplaninu, þetta getur verið pláss upp á hillu, eða í huganum sem minningar eða í hjartanu sem tilfinningar. Rými getur verið land sem búið er í eða land sem búið var í. Rými getur verið ástand sem hangið er í, til dæmis þunglyndi eða einmanaleiki...

Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 4. október - 29. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Huldulandi norðanmegin í húsinu á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn og Sindri Leifsson.

 / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist