Einkasýning Óskar Gunnlaugsdóttur opnar fimmtudaginn 4. október kl. 17:00 – 19:00 í Huldulandi, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Brákarsund

Misgjörðir fólks mynda skán á landslagið sem situr þar föst í örnefnunum og sögunum sem þeim fylgja. Fituskán fortíðar brákar hafflötinn, sagan samofin landslaginu, ódæðin brennd í minni þjóðar.

Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

    Þat var eitt sinn um vetrinn, er á leið, at knattleikr var at Borg suðr í Sandvík. Þá váru þeir Þórðr í móti Skalla-Grími í leiknum, ok mæddist hann fyrir þeim, ok gekk þeim léttara. En um kveldit eftir sólarfall, þá tók þeim Agli verr at ganga. Gerðist Grímr þá svá sterkr, at hann greip Þórð upp ok keyrði niðr svá hart, at hann lamðist allr, ok fekk hann þegar bana. Síðan greip hann til Egils.
    Þorgerðr brák hét ambátt Skalla-Gríms. Hon hafði fóstrat Egil í barnæsku. Hon var mikil fyrir sér, sterk sem karlar ok fjölkunnig mjök.
    Brák mælti: "Hamast þú nú, Skalla-Grímr, at syni þínum."
    Skalla-Grímr lét þá lausan Egil, en þreif til hennar. Hon brást við ok rann undan, en Skalla-Grímr eftir. Fóru þau svá í útanvert Digranes. Þá hljóp hon út af bjarginu á sund. Skalla-Grímr kastaði eftir henni steini miklum ok setti milli herða henni, ok kom hvártki upp síðan. Þar er nú kallat Brákarsund.

Egils saga Skalla-Grímssonar

Á hverjum fimmtudegi frá 4. október - 29. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Huldulandi norðanmegin í húsinu á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn og Sindri Leifsson.

Brákarsund Facebook viðburður - Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist.