Einkasýning Ólafar Bjarkar Ingólfsdóttur opnar fimmtudaginn 11. október kl. 17:00 – 19:00 í Kubbnum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Skúlptúr sem syrgir eigin tilverurétt

Komin í hugmyndafræðilegar ógöngur sagði ég sjálfri mér að nú skyldi ég hætta að hugsa og fara að gera. Það er nefnilega ansi þrúgandi að sitja inni á vinnustofu með það fyrir höndum sér að kalla fram skúlptúr sem yrði til fyrir tilstilli sjálfs síns. Þess í stað brást ég við löngun minni til að komast í snertingu við ákveðin efni og lét það eftir þeim að leiða mig áfram.

Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar. 

Á hverjum fimmtudegi frá 4. október - 29. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Huldulandi norðanmegin í húsinu á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn og Sindri Leifsson.

Facebook viðburðurAllar einkasýningar 3. árs nema í myndlist.