Einkasýning Mio Storåsen opnar 18. nóvember kl. 17:00 – 18:00 í NAFLANUM, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

ATH vegna núverandi ástands verður sýningin aðeins aðgengileg almenningi í gegnum beint streymi á vefnum kl. 17:45 sem nálgast má HÉR.

One day you’ll be okay, I promise

Ein lítil setning, skrifuð á stein sem lá við sjóinn. Þessi steinn var eins og hann hefði verið staðsettur þarna fyrir mig. Skilaboð til mín, um að einn dag myndi allt verða betra. Skilaboð sem töluðu til mín í bæði fortíð og nútíð.
Einn lítill frasi, sem inniheldur samt svo mikla þýðingu.

Þegar þú ert móttækilegur sérðu merkingu í því sem þig langar.
Ekkert ósvipað og þegar þú hristir leikfanga kúlu í leit að svari. Svarið gefur þér tilfinningu um von, tilfinningu um öryggi, tilfinningu um að þú eigir heima.

Inni í teppahúsi ertu öruggur, í þínum eigin heimi, heimili þar sem þú færð að vera í friði og ekkert getur truflað.

Á tímabilinu 1. október - 26. nóvember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi (í þessu tilviki miðvikudag) opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð.

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist