Einkasýning Án tillits opnar fimmtudaginn 21. nóvember kl. 17:00 – 19:00 í Naflanum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Án tillits
Við lifum í öld þar sem maðurinn hefur tilhneigingu að líta á sig sem miðpunkt tilverunnar. Þar sem mannlegir þarfir eru settir umfram velferð annarra tegunda og umhverfi. Við búum á mannhverfum tímum þar sem litið er á náttúruna eins og hún þjóni aðeins hagsmunum mannsins. Maðurinn er orðinn að fráviki úr hringrás náttúrunnar. Úr því vaknar spurningin hvort að maðurinn sé hættur að vera náttúrulegur. 
 
Í náttúrunni er stöðug hringrás efna og orku. Þegar tré fellur til jarðar þá er aðeins helmingur líftíma þess búinn og seinni hluti ævi trésins styður síðan hundruð mismunandi lífvera áður en það verður aftur að jarðvegi og byrjar upp á nýtt. 
Nýjasta skilgreining jarðfræðitímabil jarðar, mannöldin eða mannskepnutímabilið, þar sem áhrif athafna mannsins á andrúmsloftið, jörðina, vatnið og fleiri náttúlegra ferla jarðkerfisins. Á okkar stutta tíma á jörðinni höfum við bætt við nýju jarðlagi, búið til úr tæknisteingervingum (e.technofossils). Þeir eru komnir frá okkar rusli eins og úr plasti, símum, pennum og húsgögnum. Þessir svokallaðir tæknisteingervingar eru svo ónáttúrulegir að þeir koma í veg fyrir að litlu örverurnar sem brjóta niður allt það lífræna geta ekki unnið vinnu sína á þeim hraða og vanalega, og af þeim sökum mun okkar rusl gleypa jörðina. 
 
Hvernig lítur sá dystópíski/útópíski heimur út þar sem maðurinn er ekki lengur með og aðeins hlutir, dýr og örverur eru eftir? 
 
Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar. 
Á hverjum fimmtudegi frá 3. október - 21. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum.