Einkasýning Margrétar Dúadóttur Landmark opnar fimmtudaginn 10. október kl. 17:00 – 19:00 í Huldulandi, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

með reisn

Það er lykt af blautum hundi. Hann leitar í meiri bleytu er hann þornar upp og þannig heldur fjörið áfram 🤫. Legsteinar skemmtunar standa og bíða eftir því að hinn endalausi hringitónn DAUÐANS taki enda. 

Eins og að höggva í svamp 😔. 

Fagottleikarinn er í fullri reisn enda fyrir ofan alla settur 🙂. 

Frá sólarupprás til sólseturs halda hlutir áfram. 

 

Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 3. október - 21. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum.

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist.