Einkasýning Katrínar Lilju Kristinsdóttur opnar fimmtudaginn 18. október kl. 17:00 – 19:00 í Huldulandi, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Endurheimt

Þegar tveir heimar mætast fer af stað ferli umbreytingar í átökum ólíkra afla og endurtekin hringrás þar sem allt sem áður var er endurheimt og hverfur aftur til fyrra forms.

Endurheimt er sýning þar sem skoðað er sambandið á milli þess náttúrulega og mannlega í gegn um efni. Varpað er ljósi á hlutverk náttúrunnar og mikilvægi hennar í ferlinu sem felur í sér að brjóta niður og endurvinna efni af ýmsum toga.

Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 4. október - 29. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Huldulandi norðanmegin í húsinu á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn og Sindri Leifsson.

Facebook viðburðurAllar einkasýningar 3. árs nema í myndlist