Einkasýning Kötlu Rúnarsdóttur opnar fimmtudaginn 22. nóvember kl. 17:00 – 19:00 í Kubbnum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Bara svona eins og allir eru að gera

Þrettán leiraðir skúlpar samankomnir í einum Kubb. Gvendur er góður vinur Lárusar heimilislæknis, þeir eru miklir frasakóngar. Þekktasti frasi Gvends er þegar fólk kynnir hann fyrir nýjum hlutum í lífi sínu, þá segir hann: „Já einmitt, þetta er bara svona eins og allir eru að gera.”

Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 4. október - 29. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Huldulandi norðanmegin í húsinu á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn og Sindri Leifsson.

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist