Fluid Boundaries: Limber Poetries
Kana Kimura

Sýningin ,,Fluid Boundaries: Limber Poetries" opnar í Huldulandi þann 21.október kl.17:00.
 
Hylurinn á milli þín og mín er að hverfa smátt og smátt án þess að við tökum eftir því. Við förum aftur og aftur yfir hann.
 
Röð einkasýninga myndlistarnema á BA stigi
Á tímabilinu 30. september - 2. desember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.
Á hverjum fimmtudegi opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð.