Einkasýning Jóhönnu Rakelar opnar fimmtudaginn 25.10.18 kl. 17:00 – 12:00 í Huldulandi, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Velkomin

Hér fyrir innan er rými til að tala og rými til að þegja.

Ég er hér til að gera bæði. Þú getur komið og
talað við mig ef þú vilt. Ef þér dettur ekkert í hug til að ræða gætiru kannski
bara spurt mig að einhverju eða jafnvel, ef það er einhver spurning
sem þig langar að leitast svara við, gætum við pælt
í henni saman. Við getum líka bara þagað ef það er það sem þú vilt/þarft.

Ég er allavega hérna.

Bestu kveðjur,  Jóhanna

Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 4. október - 29. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Huldulandi norðanmegin í húsinu á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn og Sindri Leifsson.

Facebook viðburðurAllar einkasýningar 3. árs nema í myndlist