Einkasýning Jóhönnu Margrétardóttur, Andrúmsloft, opnar fimmtudaginn 3.október kl. 17:00 – 19:00 í Naflanum Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Andrúmsloft

Andrúmsloft í andlegri merkingu getur verið huglægt ástand sem skapast í vissum aðstæðum eða ástand sem þú getur myndað sjálfur. Við getum upplifað andrúmsloft sem orku sem er góð eða vond. Við skynjum andrúmsloftið með líkama okkar. Í þessari sýningu langar mig að bjóða áhorfandanum að íhuga andrúmsloftið í kringum sig og hugsa um andstæður eins og hreyfingu, kyrrstöðu, tíma og rúm.

Á tímabilinu 3. október - 21. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 3. október - 21. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum.

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist.