Opinn gluggi
Hlökk Þrastardóttir

Sýning Hlakkar Þrastardóttur ,,Opinn Gluggi" opnar í Kubbnum þann 7.október kl.17:00.

Opinn Gluggi Stafir mynda orð, samsetning orða verður að setningu – eitthvað er jafnvel sagt, upphátt! Eitthvað er hér á seyði. Samansafn einhvers hlýtur því að verða að einhverri heild, að minnsta kosti á endanum. Opnaðu gluggann og gefðu frá þér hljóð, bara eitthvað hljóð. Hvað gæti gerst? Einhverskonar ástand - eitthvað samtal. Kall eða hvísl, jafnvel úrhelli?

Röð einkasýninga myndlistarnema á BA stigi

Á tímabilinu 30. september - 2. desember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.
Á hverjum fimmtudegi opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð.

Facebook viðburður Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist