Einkasýning Hjördísar Grétu Guðmundsdóttur opnar fimmtudaginn 11. október 2018 kl. 17:00 – 19:00 í Naflanum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Kunnuglegt

Þegar við tölum um íslenska menningararfleifð er oft litið til einstakra hluta sem varðveist hafa yfir lengri tíma. Annaðhvort eru þeir ennþá lifandi í samfélaginu eða hafa verið flokkaðir sem liðin tíð. Þessir hlutir sem við skilgreinum sér-íslenska eiga sér jafnvel uppruna fyrir utan landsteinana. 

„Sunnudagssteikin væri ekki eins án borðbúnaðarins sem afi keypti í Ameríku - í aðdraganda jólanna eru silfurskeiðarnar pússaðar, og peysan hefur þæfst svo mikið að ekki er lengur hægt að greina skil á lykkjunum.“ 

Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 4. október - 29. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Huldulandi norðanmegin í húsinu á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn og Sindri Leifsson.

Sýningin er opin fimmtudaginn 11. október kl. 17:00 – 19:00 og föstudaginn 12. október kl. 14:00 - 18:00. Facebook viðburðurAllar einkasýningar 3. árs nema í myndlist.