JARÐHÆР
Hildur Friðriksdóttir

Sýning Hildar Friðriksdóttur ,,JARÐHÆÐ" opnar í Naflanum þann 21.október kl.17:00.
 
Í fjölbýlishúsi fyrirfinnast margar vistarverur. Þar fer fram allskonar: umhirða grunnþarfa, samskipti, úrvinnsla, varðveisla minninga, sjálfsskoðun, leikur, sköpun. Einhversstaðar í sólkerfinu, í samfélagi boða og banna, samlyndis og sundrungar, umlukið iðandi æðakerfi vatns og straums, umbreytist orka úr einu efni í annað. Sumt er undirliggjandi, hulið, bælt, annað er opinberað. Sumt bara er. 
 
Röð einkasýninga myndlistarnema á BA stigi
Á tímabilinu 30. september - 2. desember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.
Á hverjum fimmtudegi opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð.